Ástund í Austurveri fagnar 46 ára afmæli

  • 17. nóvember 2022
  • Fréttir
40% afsláttur af völdum vörum

Hestavöruverslunin Ástund fagnar um þessar mundir 46 ára afmæli sínu, en fyrirtækið er stofnað 19. nóvember árið 1976 og hefur allar götur síðan verið starfrækt í Austurveri við Háaleitisbraut.

Við heyrðum í Mumma í Ástund sem sagði okkur frá því hvað er um að vera í tilefni afmælisins.

„Ástund sérverslun hestamannsins hefur verið starfrækt síðan 1976 og þjónustað hestamenn dyggilega í gegnum áratugina. Að því tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar 20-40 % afslátt af öllum vörum í verslun okkar í Austurveri núna um helgina 18-19 nóvember“ segir Mummi.

Ástund hefur löngum verið þekkt fyrir vandaða hnakka. Hvað er nýjast hjá ykkur á þeim markaði ?

„Nýjasti hnakkurinn er Ástund Victory sem hefur fengið frábærar undirtektir eins og aðrir Ástundar hnakkar. Ástund Victory sameinar bestu kosti úr gömlu og nýju Ástundar hnökkunum, en eins og flestir vita þá hefur Ástund verið leiðandi í hönnun og smíði hnakka síðan 1986. Hnakka framleiðslan á söðlaverkstæði Ástundar er á miklu flugi þessa dagana, en vegna mikilla ásóknar geta þó myndast biðlistar“

Í tilefni af þessum tímamótum býður Ástund nú 20% afslátt af Ástundar hnökkum, 30% af Aigle fatnaði 20% af öllum öðrum vörum í verslun og 40% af völdum vörum.

„Okkur hlakkar til að taka á móti gestum í verslun okkar í Austurveri um helgina en það er opið frá kl 11-18 á föstudag, og frá 11-16 á laugardag“  segir Mummi að lokum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar