Auglýst er eftir liðum í Áhugamannadeild Norðurlands í hestaíþróttum
Nú er búið að opna fyrir umsóknir í ÁD, Áhugamannadeild Norðurlands en um er að ræða liðakeppni sem verður opin fyrir áhugafólk á Norður- og Austurlandi. Keppt verður í tveimur styrkleikaflokkum, minna vanir og meira vanir. Aldurstakmark miðast við fullorðinsflokk (22 ára).
Í hverju liði verða 6 knapar, 3 minna vanir og 3 meira vanir áhugamenn. Í hverri keppni keppa tveir meira vanir og tveir minna vanir úr hverju liði. Keppnin fer fram í reiðhöll Léttis á Akureyri og í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og er áætlað að keppnisdagar verði þrír laugardagar í vetur.
Dagsetningar eru áætlaðar 22. febrúar, 15. mars og 5. apríl. Í tölti (lokakvöldi) verður öllum liðsmönnum heimilt að keppa en nánar um það síðar. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Keppnisgreinar verða:
Meira vanir: Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Tölt T3
Minna vanir: Fjórgangur V5, Fimmgangur, Tölt T7
Kostnaður pr. lið er kr. 120.000.- en inn í því eru skráningargjöld knapa í öllum greinum.
Umsóknir skulu sendar á netfangið adnordurlands@gmail.com og skulu þær berast í síðasta lagi 15. nóvember 2024. Í umsókn skal koma fram nöfn 6 keppenda (og hvorum styrkleikflokknum þeir tilheyra), nafn fyrirliða og nafn á liði ef það liggur fyrir.
Ef einhverjir áhugasamir ná ekki að manna lið er þeim velkomið hafa samband á netfangið adnordurlands@gmail.com og við gerum okkar besta til að aðstoða viðkomandi.
Hlökkum til vetrarins!
Framkvæmdanefnd