Austurríki Austurríska landsliðið er klárt fyrir HM

  • 7. júlí 2025
  • Fréttir

Hópurinn sem keppir á Heimsmeistaramótinu í Sviss í ágúst. Ljósmynd: Alexander Sgustav

Það styttist í heimsmeistaramótið í Sviss en það fer fram dagana 3. - 11. ágúst.

Um helgina fór fram Austurríska meistaramótið og var nýtt tækifærið og austurríski hópurinn kynntur fyrir heimsmeistaramótið.

Einn ríkjandi heimsmeistari er í liðinu en það er Helga Hochstöger á Nóra von Oed en þau urðu heimsmeistarar í 100 m. skeiði. Á Austurríska meistaramótinu um helgina unnu þau 250 m. skeiðið með tímann 22,31 sek., 100 metra skeiðið á tímanum 7,29 sek. og gæðingaskeiðið með 8,29 í einkunn. Anna-Lisa Zingsheim og Glaður frá Kálfhóli 2 urðu austurrískir meistarar í tölti (eink. 8,89), samanlögðum fjórgangsgreinum og í fjórgangi með einkunnina 7,83. Gerrit Sager og Draumur frá Feti unnu slaktaumatöltið með 8,13 í einkunn og fimmganginn vann Pierre Sandsten-Hoyos á Goðasteini frá Haukagili Hvítársíðu með 7,95 í einkunn.

Hér fyrir neðan er hópurinn sem verður sendur á heimsmeistaramótið en hann telur átta fullorðna og fimm ungmenni.

Fullorðnir:

  • Helga Hochstöger (heimsmeistari í 100 m. skeiði 2023)
  • Anna Sager
  • Anna-Lisa Zingsheim
  • Cute Piber
  • Gerrit Sager
  • Iris Haraldsson
  • Pierre Sandsten-Hoyos
  • Theresa Schlederer

Ungmenni:

  • Alma Brandstätter
  • Chiara Löw-Beer
  • Clara Pann
  • Livni Leitner
  • Lorraine Essl

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar