Bannað að keyra hest­vagn vegna grænkera

  • 14. desember 2019
  • Fréttir
Hest­vagn Bett­inu er mikið sjón­arspil. Ljós­mynd/​Hest­vagn­ar á Íslandi
Fréttavefur Mbl.is greindi frá því í morgun að Bettinu Wunsch, sem hefur mætt með hestvagn í jólaþorpið í Hafnarfirði og leift börnum að kynnast hestum sínum og fara í stutta hestavaganaferð, hefur nú verið sett takmörk.

Bettinu var vitanlega brugðið og hafa margir tekið upp hanskann fyri hana og hennar starfsemi.

Ástæða tak­mörk­un­ar­inn­ar er að sögn Bett­inu sú að Veg­an­búðin, sem staðsett er í Strand­götu þar sem Bett­ina og hest­arn­ir aka venju­lega fram­hjá, er mót­fall­in því að Bett­ina aki um með hest­ana á meðan búðin er opin.

Veg­an lífstíll, eða á góðri ís­lensku grænker­a­lífstíll, er mót­fall­inn því að dýr séu notuð mann­in­um til hags­bóta. Grænker­ar velja að neyta ekki dýra­af­urða eða nota þær í öðrum til­gangi og eru marg­ir hverj­ir and­stæðir dýra­haldi eða notk­un mann­fólks á dýr­um.

„Veg­an­búðin hélt fund með Jólaþorp­inu í gær og eft­ir það fékk ég frétt­irn­ar,“ seg­ir Bett­ina í samtalið við Mbl.

Hestvagninn í jólabúning og Bettina heldur sjálf um taumana.
Hest­vagn­inn í jóla­bún­ing og Bett­ina held­ur sjálf um taum­ana. Ljós­mynd/​Hest­vagn­ar á Íslandi

Ætlar samt að mæta

Bett­ina var þó á leiðinni í bæ­inn þegar blaðamaður náði tali af henni.

„Ég ætla að mæta í Jólaþorpið á eft­ir en ég á ekki að keyra áður en Veg­an­búðin lok­ar. Ég ætla nú samt að vera mætt með hest­ana vegna þess að fólki finnst gam­an að sjá þá.“

Bett­ina seg­ir aug­ljóst að Jólaþorpið tapi á því ef hún mæt­ir ekki á svæðið. „Jólaþorpið sjálft er að biðja mig um að mæta því þau vita nátt­úru­lega að þau tapa miklu á því ef ég mæti ekki því þetta er það vin­sælt. Þau vilja að ég mæti en ég á ekki að keyra fyrr en Veg­an­búðin er lokuð.“

Átta búðir sendu tölvu­póst til stuðnings Bett­inu

Bett­ina seg­ir sár­ast að ein­hverj­ir telji að um dýr­aníð sé að ræða.

„Eitt það leiðin­leg­asta sem hægt er að segja um mig er að segja að ég fari illa með dýr­in. Þá segi ég hingað og ekki lengra því það er eitt­hvað sem ég þoli ekki, það er al­veg á hreinu. Ég myndi ekki standa í þessu ef þetta færi illa með hest­ana mína.“

Ljós­mynd/​Hest­vagn­ar á Íslandi

Fjöldi fólks hef­ur tekið upp hansk­ann fyr­ir Bett­inu, þar á meðal aðrir versl­un­ar­eig­end­ur á Strand­götu en átta versl­an­ir þar hafa sent Jólaþorp­inu tölvu­póst til stuðnings Bett­inu sem er orðlaus yfir því.

„Ég þekki ekki allt fólkið sem hef­ur stutt mig. Mér finnst það æðis­legt, ég sat bara heima og felldi tár yfir því í gær,“ seg­ir Bett­ina og hlær. „Ég veit að það er fullt af fólki sem kem­ur ár eft­ir ár og þekk­ir hross­in mín svo mér finnst þetta bara magnað.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<