BE Meistaramót æskunnar – niðurstöður úr fjórgangi

  • 23. febrúar 2021
  • Fréttir

Efstu knapar og hestar í barnaflokki.

Á sunnudaginn var fyrsta mótið í BE Meistaramóti æskunnar haldið hjá Léttismönnum þar sem börn, unglingar og ungmenni tóku þátt. Var góð skráning á mótið og ofboðslega gaman að sjá nýliða koma inn og spreyta sig í keppni. Í barnaflokki sigraði Sandra Björk Hreinsdóttir og Demantur frá Hraukbæ með einkunnina 6,27.

Efstu knapar og hestar í unglingaflokki.

Í unglingaflokki sigraði Steindór Óli Tobíasson á Happadís frá Draflastöðum með einkunnina 6,60 og í ungmennaflokki sigraði Anna Kristín Auðbjörnsdóttir og Snörp frá Hólakoti með einkunnina 6,40. Glæsilegar sýningar hjá flottum krökkum.Næsta mót í BE Meistaramóti æskunnar verður 14. mars en þá verður keppt í fimmgangi.

Myndir á mótinu tók Svana Karlsdóttir og er hægt að finna fleiri myndir á facebook síðu hennar: Svana Mynd Skot

 

Úrslit mótsins voru eftirfarandi

Barnaflokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sandra Björk Hreinsdóttir Demantur frá Hraukbæ Rauður/milli-skjótt Léttir 6,27
2 Arnór Darri Kristinsson Brimar frá Hofi Brúnn/milli-einlitt Hringur 5,63
3 Ylva Sól Agnarsdóttir Bylgja frá Akureyri Léttir 4,53
4 Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir Viðja frá Tunguhálsi II Brúnn/milli-einlitt Léttir 3,43
5 Clara Victoria Höller Krummi frá Ólafsbergi Brúnn/milli-einlitt Léttir 3,23

 

Unglingaflokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Steindór Óli Tobíasson Happadís frá Draflastöðum Brúnn/milli-einlitt Léttir 6,60
2 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Eldar frá Efra – Holti Rauður/dökk/dr.einlitt Léttir 6,53
3 Aldís Arna Óttarsdóttir Þrándur frá Sauðárkróki Vindóttur/jarp-blesótt Léttir 5,30
4 Embla Lind Ragnarsdóttir Mánadís frá Litla-Dal Jarpur/rauð-tvístjörnótt Léttir 5,10
5 Sveinfríður Hanna Ólafsdóttir Þruma frá Akureyri Jarpur/milli-einlitt Léttir 4,30

 

Ungmennaflokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Anna Kristín Auðbjörnsdóttir Snörp frá Hólakoti Brúnn/milli-einlitt Léttir 6,40
2 Egill Már Þórsson Hryggur frá Hryggstekk Rauður/milli-blesa auk leista eða sokkavagl í auga Léttir 6,33
3 Eyþór Þorsteinn Þorvarsson Hellir frá Ytri-Bægisá I Jarpur/rauð-einlitt Léttir 6,00
4 Hulda Siggerður Þórisdóttir Mánadögg frá Rifkelsstöðum 2 Jarpur/dökk-einlitt Léttir 5,00
5 Ingunn Birna Árnadóttir Gutti frá Lækjarbakka Brúnn/milli-einlitt Léttir 4,77

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<