Þýskaland Beint streymi frá Lipperthof

  • 4. maí 2024
  • Fréttir
Sterkt mót fer fram í Þýskalandi um helgina

Íslandshestamennskan er í blóma um gjörvalla Evrópu og nú fara fram mót víða um álfuna, bæði í íþrótta- og gæðingakeppni. Um helgina fer fram eitt slíkt mót á Lipperthof í Þýskalandi þar sem keppt er í hefðbundnum greinum íþróttakeppninnar auk skeiðgreina,

Eyja.net er með beint streymi frá mótinu en einnig er hægt að horfa eftir á, eftir að keppni er lokið. Allar niðurstöður mótsins, sem lýkur á morgun, má skoða með því að smella hér.

Meðal þess helsta frá mótinu má nefna að efst í fimmgangi er Lisa Schürger á Byr frá Strandarhjáleigu með einkunnina 7,50. Lisa hefur ekki tekið þátt í keppni frá því á síðasta Heimsmeistaramóti en hún varð fyrir því leiðinlega atviki stuttu eftir það mót að slasast illa á öxl. Efst í fjórgangi er Elisa Graf á Eið vom Habichtswald með 7,87 í einkunn. Miðað við einkunnir er um mjög sterka keppni í fjórgangi að ræða. Auk Lisu og Byrs má meðal annars nefna Steffi Platner á Sölku frá Efri-Brú sem varð eftirminnilega heimsmeistari í fyrra í fimmgangi ungmenna ásamt Glódísi Rún Sigurðardóttur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar