Beint streymi frá þremur yfirlitssýningum 19. júní

  • 18. júní 2020
  • Fréttir

Á morgun, föstudag, fara fram þrjár yfirlitsýningar kynbótahrossa víðs vegar um landið og mun Eiðfaxi að sjálfsögðu gera þeim góð skil með beinu og ókeypis streymi frá öllum sýningarstöðum.

Um er að ræða yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu, í Hafnarfirði og á Hólum í Hjaltadal. Yfirlitssýningarnar í Hafnarfirði og á Hólum hefjast klukkan 8 í fyramálið og á Hellu klukkan 9. Hægt er að fylgjast með þeim í gluggunum hér fyrir neðan eða með því að velja einhverja af sýningunum með að smella á viðeigandi hnapp hægra megin á forsíðunni.

Það verður spennandi að fylgjast með því hvaða gæðingar ná að tryggja sinn sess á landssýningu kynbótahrossa sem fram fer á Gaddstaðaflötum við Hellu, laugardaginn 27. júní. Góða skemmtun!

Smelltu hér til að sjá hollaröðun í Hafnarfirði

Smelltu hér til að sjá hollaröðun á Hellu

Smelltu hér til að sjá hollaröðun á Hólum í Hjaltadal

ATH! VEGNA ÓVIÐRÁÐANLEGRA AÐSTÆÐNA ER EKKI HÆGT AÐ HALDA ÁFREM BEINU STREYMI FRÁ YFIRLITI Í HAFNARFIRÐI. VIÐ BIÐJUMST AFSÖKUNAR Á ÞEIM ÓÞÆGINDUM SEM ÞETTA KANN AÐ VALDA

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar