Benedikt Ólafsson Íslandsmeistari í tölti unglinga

  • 21. júní 2020
  • Fréttir

Síðustu úrslit á Íslandsmóti barna og unglinga voru töltúrslit unglinga en eins og önnur úrslit dagsins var jafnt á flestum tölum og spennan gífurleg.

Það fór svo að Benedikt Ólafsson stóð uppi semn sigurvegari á Biskupi frá Ólafshaga í öðru sæti varð Hulda María á Garpi frá Skúfslæk og í því þriðja varð Kolbrún Katla Halldórsdóttir á Sigurrós frá Söðulsholti.

Mótið tókst í alla staði vel og geta allir Sleipnismenn og aðrir sem að mótinu komu verið stolt af framkvæmd þess.

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga 7,28
2 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Garpur frá Skúfslæk 7,06
3 Kolbrún Katla Halldórsdóttir / Sigurrós frá Söðulsholti 7,00
4 Guðný Dís Jónsdóttir / Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,94
5 Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi 6,89
6 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 6,83

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar