Heimsmeistaramót „Besti knapi sem þjóðin hefur aldrei séð“

  • 9. ágúst 2025
  • Fréttir

Stuðlabandið. F.v. Fannar Freyr Magnússon, Stefán Ármann Þórðarson, Marinó Geir Lilliendahl, Magnús Kjartan Eyjólfsson, Sigþór Árnason og að baki þeim Baldur Kristjánsson á myndina vantar Bjarna Rúnarsson

Viðtal við strákanna í Stuðlabandinu
Stuðboltarnir í Stuðlabandinu eru mættir til Sviss til að trylla lýðinn á balli sem fram fer á Heimsmeistaramótinu í kvöld.
Það sem alltof fáir vita er að að langflestir í bandinu eru hestamenn og stunda útreiðar sér til gagns og gamans. Þeir Stefán Ármann Þórðarson, Magnús Kjartan Eyjólfsson og Bjarni Rúnarsson fara allir reglulega á hestbak og svo var Marinó Geir Lilliendahl, trommari bandsins, einn efnilegasti knapi Sleipnis á yngri árum og lét oft til sín taka á gamla malarvellinum á Selfossi á gæðingum sýnum þeim Sól og Sunnu. Óvitað er með aðra meðlimi bandsins og þeirra reiðkunnáttu en alltént er Sigþór Árnason, hljómborðsleikari, alinn upp á Hvolsvelli í mekka hestamennskunnar og hefur sjálfsagt látið ófaan gæðinginn vaðganga undir sér.
Arnar Bjarki Sigurðarson hitti á bandið að lokinni hljóðprufu og tók á þeim stöðuna fyrir kvöldið.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar