1. deildin í hestaíþróttum Birgitta sigurvegari 1 deildarinnar

  • 29. apríl 2025
  • Fréttir

Stigahæstu knapar 1. deildairnnar, Sigvaldi Lárus Guðmundsson, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Birgitta Bjarnadóttir. Myndir: Gunnhildur Ýrr

Um helgina kláraðist 1. deildin í hestaíþróttum

Haldið var sameiginlegt lokahóf á laugardaginn með Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts. Voru þar veittar viðurkenningar og stigahæstu lið og einstaklingar verðlaunuð.

Birgitta Bjarnadóttir vann einstaklingskeppnina með 66 stig en baráttan var á milli hennar og Guðmundu Ellenar Sigurðardóttur sem endaði í öðru sæti með 56 stig. Í þriðja sæti varð Sigvaldi Lárus Guðmundsson með 21 stig.

Birgitta átti góðu gegni að fagna en hún bar sigur úr býtum í gæðingalist, 100 m. skeiði og tölti. Hún var í öðru sæti í slaktaumatölti og fimmgangi, þriðja sæti í fjórgangi og áttunda í gæðingaskeiði.

Stigahæsta liðið var lið Ingólfshvols með 393,5 stig en liðið var stigahæst í öllum greinum nema fimmgangi og 100 m. skeiði. Knapar í liðinu voru þau Þórdís Inga Pálsdóttir, Arnar Máni Sigurjónsson, Hafþór Heiðar Birgisson, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Benedikt Ólafsson.

Í öðru sæti í liðakeppninni varð lið Vindás/Stóðhestavals með 344,5 stig og í þriðja sæti Tommy Hilfiger með 324 stig.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar