1. deildin í hestaíþróttum Birgitta með fullt hús stiga í gær

  • 25. apríl 2025
  • Fréttir
Niðurstöður úr keppni í tölti í 1.deildinni

Tölkeppni í 1.deildinni í hestaíþróttum fór fram í gærkvöldi í Samskipahöllinni í Spretti. Fyrr um daginn fór fram keppni í 100 metra skeiði á félagssvæði Hestamannafélagsins Sörla. Það er skemmst frá því að segja að Birgitta vann báðar þessar greinar og náði sér í afgerandi forystu í einstaklingskeppninni fyrir lokamótið sem fram fer á morgun, laugardaginn 26.apríl, þar sem keppt er í gæðingaskeiði.

Birgitta keppti á Náttrúnu frá Þjóðólfshaga 1 og voru yfirburðir hennar töluverðir þar sem hún leiddi eftir fokeppnina og sigraði svo keppinauta sína með töluverðum mun þegar komið var í a-úrslitin. Í öðru sæti varð Hermann Arason á Náttrúnu Ýr frá Þjóðólfshaga og í þriðja til fjórða sæti voru þær Birna Olivia og Friðdóra Friðriksdóttir.

Efstu knapar í tölti. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr

Líkt og áður segir að þá hefur Birgitta nú afgerandi forystu í einstaklingskeppninni með 64 stig en næst á eftir henni er Guðmunda Ellen með 49 stig. Í liðakeppninni er Ingólfshvoll í forystu með 332 stig og í öðru sæti er Vindás/Stóðhestaval með 296 stig.

Niðurstöður í tölti

Tölt T1
Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Birgitta Bjarnadóttir Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,77
2 Hermann Arason Náttrún Ýr frá Herríðarhóli 7,27
3 Siguroddur Pétursson Sól frá Söðulsholti 7,13
4 Friðdóra Friðriksdóttir Hallsteinn frá Hólum 7,10
5 Hjörvar Ágústsson Goði frá Garðabæ 7,00
6-7 Birna Olivia Ödqvist Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 6,93
6-7 Benedikt Ólafsson Rökkvi frá Ólafshaga 6,93
8 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Hringhenda frá Geirlandi 6,87
9 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Dögun frá Skúfslæk 6,83
10 Arnar Máni Sigurjónsson Sigð frá Syðri-Gegnishólum 6,80
11 Anna Björk Ólafsdóttir Spenna frá Bæ 6,77
12 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Fenrir frá Kvistum 6,73
13 Bergrún Ingólfsdóttir Árný frá Kálfholti 6,70
14 Haukur Bjarnason Kapteinn frá Skáney 6,67
15 Thelma Dögg Tómasdóttir Bóel frá Húsavík 6,63
16 Helgi Þór Guðjónsson Þröstur frá Kolsholti 2 6,60
17 Lea Schell Silfurlogi frá Húsatóftum 2a 6,57
18 Snorri Dal Gleði frá Efri-Brúnavöllum I 6,50
19-20 Haukur Tryggvason Hríma frá Kerhóli 6,43
19-20 Sigríður Pjetursdóttir Arnar frá Sólvangi 6,43
21 Kári Steinsson Garún frá Þjóðólfshaga 1 6,33
22 Anna S. Valdemarsdóttir Gyða frá Egilsá 6,30
23-24 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Þór frá Hekluflötum 6,23
23-24 Ingunn Birna Ingólfsdóttir Gáski frá Kálfholti 6,23
25-26 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Hergeir frá Auðsholtshjáleigu 6,17
25-26 Hannes Sigurjónsson Kórall frá Hofi á Höfðaströnd 6,17
27 Katrín Sigurðardóttir Eldur frá Lundi 5,87
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Birgitta Bjarnadóttir Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 8,06
2 Hermann Arason Náttrún Ýr frá Herríðarhóli 7,44
3-4 Birna Olivia Ödqvist Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 7,28
3-4 Friðdóra Friðriksdóttir Hallsteinn frá Hólum 7,28
5 Hjörvar Ágústsson Goði frá Garðabæ 7,06
6 Siguroddur Pétursson Sól frá Söðulsholti 6,89

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar