Björguðu hrossum sem voru strand í Þjórsá

  • 29. maí 2021
  • Fréttir

Björgunaraðgerðir í Þjórsá Ljósmynd/Landsbjörg

Björg­un­ar­sveit­ir í upp­sveit­um Árnes­sýslu voru kallaðar út í gærkvöldi vegna hóps af hross­um sem voru strandaglóp­ar á sand­eyri í miðri Þjórsá.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­björg seg­ir að svo hafi virst sem hross­in hafi farið út á eyr­ina á þurru en svo hafi auk­ist vatnið í ánni og hross­in, sem voru tæp­lega 20 tals­ins, hafi veigrað sér við að fara yfir ána.

Björg­un­ar­sveita­fólk óð yfir ána til hross­anna og kom taumi á nokk­ur þeirra og teymdi yfir ána, rest­in af þeim fylgdi á eft­ir og þar með var málið leyst á far­sæl­an hátt.

Ljósmynd:Landsbjörg

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar