Blue Lagoon mótaröð Spretts gæðingakeppni

  • 20. mars 2023
  • Tilkynning

Síðasta mótið í Blue Lagoon mótaröð Spretts verður haldið mánudaginn 27.mars en þá verður keppt í gæðingakeppni innanhúss.

Eftirfarandi flokkar eru í boði, riðið verður heilt prógramm í forkeppni og einn inn á í einu:
Barnaflokkur (10-13 ára)
Unglingaflokkur (14-17 ára
Ungmennaflokkur (18-21árs)

Keppendur sýna:
Barnaflokkur (Fet, tölt eða brokk, stökk)
Unglingaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur-annaðhvort tölt eða brokk)
Ungmennaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og greitt tölt)

Nánari upplýsingar um reglur í gæðingakeppni á www.gdlh.is

Blue Lagoon nefndin áskilur sér rétt á að sameina flokka ef ekki næst nægur fjöldi í einhverja flokka.

Opnir tímar til að æfa sig verða á laugardaginn í Samskipahöllinni kl.18:00-20:00

Skráningin fer fram í gengum Sportfeng, www.sportfengur.com, fram til miðnættis föstudagsins 24.mars. Skráningargjaldið er 3000kr.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar