Bóndinn og verksmiðjan

  • 23. október 2025
  • Fréttir
Íslensk heimildamynd sem hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar

Í Bíó Paradís er í sýningu íslenska heimildamyndin Bóndinn og verksmiðjan en myndin segir sögu bóndans að Kúludalsá í Hvalfirði sem neyddist til að fella hrossin sín eftir að þau veiktust hvert af öðru vegna meintrar flúormengunar frá álverksmiðju í nágrenninu.

„Hross á bæ í Hvalfirði veikjast hvert af öðru vegna meintrar flúormengunar frá álverksmiðju í nágrenninu. Bóndinn sem er tilneyddur til að slátra gripunum vegna veikindanna, tekst á við stóriðjuna, yfirvöld og nágranna sína til að komast að hinu sanna í málinu en á hún við ofurafl að etja?,“ segir í kynningu á myndinni.

Kvikmyndin hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2025, Einarinn, með afgerandi kosningu.

Miðasölu og sýningartíma má finna á bioparadis.is

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar