Kynbótasýningar Breyting á dómadögum á Hólum vegna vondrar veðurspár

  • 2. júní 2024
  • Fréttir

Vegna vondrar veðurspár verður að breyta fyrirkomulagi dóma á Hólum í komandi viku.  Ekki verður dæmt dagana 3. – 5. júní (mánudag – miðvikudag).   Almannavarnir hafa sett á gula veðurviðvörun og hafa sýningarstjóri og formaður dómnefndar, í samráði við knapa, ákveðið að fella niður þessa fyrstu þrjá daga í dómavikunni.  Dæmt verður fimmtudaginn 6. júní og yfirlitssýning föstudaginn 7. júní.  Vegna tilfærslu á hrossum á milli vikna á Hólum, verður ný hollaröðun birt eins fljótt og auðið er, fyrir næstu tvær dómavikur þar.  Ef eitthvað er óskýrt hafið samband við RML.

Sýningarstjóri á Hólum er Guðrún Hildur Gunnarsdóttir s: 8482834 netfang gudrunhildur@rml.is

Þökkum skilninginn – Kveðja RML

 

www.rml.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar