Brynja Kristinsdóttir hlaut hvatningarverðlaun hrossabænda
Á hrossaræktarráðstefnu fagráðs í hrossarækt, sem fram síðastliðinn laugardag í veislusal Spretts voru hvatningarverðlaun búgreinardeildar hrossabænd veitt. Að þessu sinni var það Brynja Kristinsdóttir sem hlaut verðlaunin en þau eru jafnan veitt knapa sem þykir standa sig vel við sýningu kynbótahrossa.
Það var Nanna Jónsdóttir, formaður Búgreinadeildar hrossabænda og fagráðs í hrossarækt sem að veitti verðlaunin en athöfnina má horfa á í spilaranum hér að neðan.
Hér fyrir neðan er texti sem Þorvaldur Kristjánsson las upp við tilefnið:
Brynja Kristinsdóttir hefur verið að sýna hross í kynbótadómi undanfarin ár með eftirtektarverðum árangri. Hún sýndi í ár sex hross í fullnaðardóm og þar af hvorki meira né minna en þrjár hryssur með 8,80 eða hærra fyrir hæfileika. Þær eru Brynja frá Nýjabæ með 8,89 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og 9,5 fyrir samstarfsvilja; Kempa frá Kjarnholtum með 8,80 fyrir hæfileika og einnig með 9,5 fyrir samstarfsvilja. Og að lokum hana Regínu frá Skeiðháholti með 8,85 fyrir hæfileika. Þá sýndi hún einnig Melrós frá Álfhólum, stórglæsilega klárhryssu en öll hrossin sem hún sýndi á árinu fóru í fyrstu verðlaun.
Reiðmennska Brynju einkennist af léttleika og næmu sambandi við hestinn, þar sem kröfum er stillt upp í takti við þjálfunarstig hestsins og þar sem afköst og fegurð fara saman. Félag hrossabænda vill með þessum verðlaunum hvetja Brynju til áframhaldandi góðra verka í hrossaræktinni og sýningum kynbótahrossa. Innilega til hamingju með árangurinn!
Brynja Kristinsdóttir hlaut hvatningarverðlaun hrossabænda
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Minningarorð um Ragnar Tómasson