 Búið að opna fyrir skráningu í uppboðssæti í Tölt T1 og Flugskeið
								
												Búið að opna fyrir skráningu í uppboðssæti í Tölt T1 og Flugskeið					
					
				 
									  
																	Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti bæði í Tölti T1 og Flugskeiði í gegnum höllina sem verður haldið 12. apríl næstkomandi klukkan 19:00.
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 10. apríl kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á info@meistaradeild.is.
Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda. Hægt er að nálgast reglurnar hér -> https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html
| „1.6 Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem aukaknapi í deildinni. Hann vinnur sér ekki inn stig nema ef knapi sé í liði í deildinni þá safnar hann stigum í einstaklingskeppninni. Þátttökugjald er 50.000 kr án VSK, vilji fleiri en einn taka þátt mun hæstbjóðandi kl 12 á hádegi á skráningardegi gilda. Meðan að tilboð eru að berast inn þá upplýsir stjórn bjóðendur ef að hærra tilboð en það sem er hæst hverju sinni berst. Ef fleiri en eitt tilboð eru jöfn þegar að skráningu lýkur þá öðlast þau öll keppnisrétt. Stjórn skal samþykkja knapa.“ | 
 Búið að opna fyrir skráningu í uppboðssæti í Tölt T1 og Flugskeið
								
												Búið að opna fyrir skráningu í uppboðssæti í Tölt T1 og Flugskeið					 
																							 
                 
             
                 
             Minningarorð um Ragnar Tómasson
                            	
                                                Minningarorð um Ragnar Tómasson                     
                 
             
                 
             
                 
             
                 
             
										 
                        
                 
                        
                 Þýski landsliðshópurinn klár
                                        	
                                                                     
                                Þýski landsliðshópurinn klár                             
                        
                 „Einn sætasti sigur sem ég hef unnið“
                                        	
                                                                     
                                „Einn sætasti sigur sem ég hef unnið“