Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Búið að opna fyrir skráningu í uppboðssæti Meistaradeildarinnar

  • 3. febrúar 2023
  • Tilkynning
Næsta grein í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er slaktaumatölt

Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í Uppboðssæti í slaktaumatölti deildarinnar sem fer fram 9. febrúar næstkomandi.

Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka taka þátt mun hæstbjóðandi gilda. Hægt er að nálgast reglurnar HÉR.

Skráningarfrestur er til 7. febrúar kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á info@meistaradeild.is.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar