Landsmót 2024 „Búin að vera stórkostleg vika“

  • 7. júlí 2024
  • Sjónvarp Fréttir

Mynd: Freydís Bergsdóttir

Álfamær frá Prestsbæ vann A flokk á Landsmóti, fyrst hryssna

Álfamær frá Prestsbæ hefur nú skrifað sig í sögubækurnar en hún fyrst hryssna til að vinna A-flokk á Landsmóti. Hún vann með 9,05 í einkunn en knapi á henni var Árni Björn Pálsson. Til gamans má geta að Álfamær er undan Spuna frá Vesturkoti en 10 ár eru síðan hann vann þennan sama flokk á Landsmóti.

Annar var Leynir frá Garðshorni á Þelamörk og Eyrún Ýr Pálsdóttir með 8,93 í einkunn og þriðji Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk og Hanna Rún Ingibergsdóttir með 8,92 í einkunn.

Hanna Rún hlaut einnig Gregersen styttuna en styttan er veitt til að minnast Ragnars Gregersen, en hann var fyrirmynd hestamanna hvað varðar umhirðu hrossa sinna og snyrtilegs klæðaburðar. Styttan veitist þeim knapa sem skara framúr í A- eða B-flokki gæðinga og sýnir prúðmannlega reiðmennsku á afburða vel hirtum hesti. Dómarar ásamt mótsstjóra velja knapann.

 

 

1. Álfamær frá Prestsbæ – Fákur – Árni Björn Pálsson – 9,05
Tölt 9,00 8,80 8,80 9,00 8,80 = 8,88
Brokk 8,80 8,80 8,80 8,80 8,80 = 8,80
Skeið 9,20 9,20 9,40 9,50 9,20 = 9,30
Vilji 9,20 9,10 9,30 9,30 9,20 = 9,22
Fegurð í reið 8,90 8,80 8,90 9,00 9,00 = 8,92

2. Leynir frá Garðshorni á Þelamörk – Fákur – Eyrún Ýr Pálsdóttir – 8,93
Tölt 9,30 9,00 9,00 9,30 9,00 = 9,12
Brokk 9,20 9,20 9,20 9,20 9,20 = 9,20
Skeið 8,60 8,60 8,60 8,60 8,60 = 8,60
Vilji 8,90 9,00 8,80 8,90 8,80 = 8,88
Fegurð í reið 9,10 9,10 8,90 8,90 9,00 = 9,00

3. Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk – Jökull – Hanna Rún Ingibergsdóttir – 8,92
Tölt 8,80 8,70 8,70 8,80 8,70 = 8,74
Brokk 8,60 8,70 8,70 8,80 8,40 = 8,64
Skeið 9,20 9,30 9,00 9,20 9,30 = 9,20
Vilji 9,00 9,00 9,00 9,10 9,20 = 9,06
Fegurð í reið 8,80 8,90 8,80 8,80 8,70 = 8,80

4. Atlas frá Hjallanesi 1 – Fákur – Teitur Árnason – 8,91
Tölt 9,30 9,20 9,20 9,10 9,10 = 9,18
Brokk 8,60 8,50 8,50 8,70 8,70 = 8,60
Skeið 8,80 8,70 8,70 8,80 8,90 = 8,78
Vilji 8,90 8,80 8,80 8,80 9,00 = 8,86
Fegurð í reið 9,00 8,90 8,80 9,00 9,20 = 8,98

5. Liðsauki frá Áskoti – Sleipnir – Sigursteinn Sumarliðason – 8,82
Tölt 8,70 8,80 8,80 8,70 8,70 = 8,74
Brokk 8,60 8,60 8,70 8,70 8,70 = 8,66
Skeið 9,00 8,80 9,10 9,00 9,00 = 8,98
Vilji 9,00 8,80 9,00 8,90 8,80 = 8,90
Fegurð í reið 8,70 8,80 8,70 8,80 8,80 = 8,76

6. Goði frá Bjarnarhöfn – Sörli – Sigurður Vignir Matthíasson – 8,74
Tölt 8,70 8,80 8,70 8,80 8,80 = 8,76
Brokk 8,50 8,40 8,70 8,30 8,80 = 8,54
Skeið 9,20 9,00 9,00 9,10 9,10 = 9,08
Vilji 8,70 8,80 8,80 8,70 8,80 = 8,76
Fegurð í reið 8,50 8,40 8,40 8,50 8,60 = 8,48

6. Roði frá Lyngholti – Geysir – Bergrún Ingólfsdóttir – 8,74
Tölt 8,70 8,80 8,70 8,70 8,60 = 8,70
Brokk 8,70 8,60 8,70 8,80 8,70 = 8,70
Skeið 8,90 8,70 8,80 8,60 9,00 = 8,80
Vilji 8,80 8,70 8,70 8,70 8,80 = 8,74
Fegurð í reið 8,80 8,70 8,80 8,70 8,80 = 8,76

8. Askur frá Holtsmúla 1 – Geysir – Ásmundur Ernir Snorrason – 8,74
Tölt 9,00 9,00 8,70 8,90 9,00 = 8,92
Brokk 9,00 8,70 8,70 8,90 8,70 = 8,80
Skeið 8,40 8,60 8,40 8,40 8,60 = 8,48
Vilji 8,60 8,70 8,70 8,70 8,90 = 8,72
Fegurð í reið 8,80 8,90 8,60 8,70 9,00 = 8,80

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar