Cybertölt í beinni!

  • 29. mars 2020
  • Fréttir

Í kvöld klukkan 18:00 að íslenskum tíma fer fram keppni í fjórgangi (v1) og slaktaumatölti (T2) í gegnum beina útsendingu. Það er Henning Drath stjórnandi Isibless sem á veg og vanda að hugmyndinni að þessari keppni en síðastliðna viku hefur fólk sent inn vídeó af sýningum í hinum ýmsu keppnisgreinum íþróttakeppninnar.

Hugmyndin er að svala þorsta þeirra sem vilja fylgjast með hestaíþróttum en þær eins og aðrar íþróttir hafa verið stöðvaðar í kjölfar samkomubanns. Búið er að setja sýningarnar saman og svo dæma þrír íþróttadómarar hverja sýningu og gefa einkunn. Dómarar kvöldsins eru Alexander Sgustav, Hulda Geirsdóttir og Ólafur Árnason.

Ekki eru margir íslendingar á meðal keppenda í kvöld en búast má við að einhverjir verði skráðir í keppni í fimmgangi sem fer fram í næstu viku.

Ráslista kvöldsins má lesa með því að smella hér

Horfðu á þennan skemmtilega viðburð í beinni með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan

https://player.vimeo.com/video/401610057

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<