Landsamband hestamanna Dagur íslenska hestsins er á morgun

  • 30. apríl 2025
  • Fréttir
Dagur íslenska hestsins er á morgun, 1. maí.

Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.

Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:

Kl. 14:00 Fræðslufreyjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins ætlar að leyfa gestum að fylgjast með þjálfunarstund hestanna með aðferðum sóttum meðal annars til dýraatferlisfræðingsins Evu Bertilson. Fræðsludeild garðsins stóð fyrir skemmtilegu og fræðandi námskeiði með Evu fyrr í vetur. Eva hefur ferðast víða til þess að sinna kennslu og veita ráðgjöf um dýraþjálfun til fagfólks sem vinnur með dýr og hefur jafnframt sinnt fræðslu til almennings. Hún notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir með það að leiðarljósi að auka lífsgæði dýranna.

Kl. 14:45 Kynbótadómar hrossa og ýmislegt þeim tengt frá Heiðrúnu Sigurðardóttur, búfjárerfðafræðingi. Ekkert viðkomandi hestamennsku og íslenska hestinn er Heiðrúnu óviðkomandi og ættu gestir ekki að vera sviknir að heyra það sem hún hefur að segja.

Horses of Iceland sem er markaðsverkefni tengt íslenska hestinum ætla að koma með sýndarveruleika gleraugu þar sem gestir upplifa hestinn á nýjan hátt.

Gestum mun gefast kostur á að hlaupa 100 metra og sjá hvort þeir eigi eitthvað í besta tíma hests í 100 m skeiði og kanna hæfileika sína í skeifukasti.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar