Dagur og Jakob hrósuðu sigri

Jakob og Sólbirta Myndir: Gunnhildur Ýrr
Keppt var í slaktaumatölti og gæðingaskeið í dag í Víðidalnum.
Jakob Freyr Maagaard Ólafsson vann slaltaumatöltið á Sólbirtu frá Miðkoti með 7.08 í einkunn. Jöfn í öðru urðu Gabríel Liljendal Friðfinnsson á Þokka frá Egilsá og Lilja Rún Sigurjónsdóttir á Arion frá Miklholti með 6.96
Í gæðingaskeiði var það Dagur Sigurðsson og Lína frá Þjóðólfshaga 1 sem unnu með 7.29. Í öðru sæti varð Lilja Rún á Heiðu frá Skák með tímann 7.21 og þriðja Róbert Darri Edwardsson með tímann 6.13
Heildarniðurstöður er að finna á HorseDay appinu.