Daniel C. Schulz og Spuni vom Heesberg efstir

Daniel C. Schulz og Spuni vom Heesberg Ljósmynd: Ulrich Neddens
Það styttist í Heimsmeistaramótið í Hollandi í ágúst en nú eru 9 dagar þangað til að mótið formlega hefst. Gaman er að glugga í WR listana og sjá hvaða knapar hafa verið að ná hæstu einkunnum í hverri grein. WR listinn er byggður á þremur hæstu einkunnunum sem knapi og hestur hafa náð sér í á WR mótum síðustu tvö ár.
Efstur á WorldRanking listanum er Daniel C. Schulz á Spuna vom Heesberg en hann hefur einnig hlotið hæstu einkunnina í forkeppni í ár eða 8.73 í einkunn. Daniel og Spuni eru líklegir kanditarar til að taka titilinn en spennandi verður að sjá hvað þau Christina Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi, Máni Hilmarsson á Gljátoppi frá Miðhrauni og Julie Christiansen á Felix frá Blesastöðum 1a gera á mótinu.
Greinilegt er að íslensku landsliðsþjálfararnir eru ekki að einblína á slaktaumatöltið en ekkert ungmenni fer í þá grein sem aðalgrein og ekki heldur fullorðinn knapi. Teitur Árnason er skráður með Njörð frá Feti sem varahest en þeir urðu Íslandsmeistarar í greininni. Þorgeir Ólafsson og Goðasteini frá Haukagili eru skráðir til leiks í slaktaumatöltinu en þeir eru sterkir í samanlögðum fimmgangsgreinum og keppa því í fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði. Hæst hafa þeir Þorgeir og Goðasteinn farið í 7.50 í slaktaumatölti á árinu.
FEIF WorldRanking listinn
Rider | Countries | Marks | ||
---|---|---|---|---|
1 | Daniel C. Schulz Spuni vom Heesberg |
DE | 8.73; 8.47; 8.40 (of 9) | 8.533 |
2 | Christina Lund Lukku-Blesi frá Selfossi |
DK NC NO | 8.60; 8.43; 8.40 (of 8) | 8.477 |
3 | Jolly Schrenk Glæsir von Gut Wertheim |
DE DK MC | also 17: 7.920 8.67; 8.53; 8.10 (of 9) |
8.433 |
4 | Máni Hilmarsson Gljátoppur frá Miðhrauni |
SE | 8.67; 8.07; 7.90 (of 5) | 8.213 |
5 | Julie Christiansen Felix frá Blesastöðum 1A |
DE DK | 8.33; 8.17; 8.10 (of 8) | 8.200 |
6 | Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði |
IS | 8.33; 8.13; 7.97 (of 7) | 8.143 |
7 | Jakob Svavar Sigurðsson Kopar frá Fákshólum |
IS | also 18: 7.890 8.63; 8.03; 7.73 (of 5) |
8.130 |
8 | Lisa Staubli Viðja frá Feti |
AT CH DE MC | also 103: 7.153 8.30; 8.00; 7.97 (of 7) |
8.090 |
9 | Susanne Birgisson Króna von der Hartmühle |
DE MC | 8.43; 8.17; 7.63 (of 9) | 8.077 |
10 | Teitur Árnason Njörður frá Feti |
IS | 8.13; 8.10; 7.93 (of 8) | 8.053 |
11 | Jessica Rydin Rosi frá Litlu-Brekku |
NC SE | 8.07; 8.00; 7.93 (of 6) | 8.000 |
11 | Lucie Leuze Valsi vom Hrafnsholt |
DE MC | 8.10; 7.97; 7.93 (of 11) | 8.000 |
13 | Eyjólfur Þorsteinsson Prímadonna från Dahlgården |
NC SE | also 87: 7.210 8.03; 7.97; 7.93 (of 9) |
7.977 |
13 | Nils Christian Larsen Gustur vom Kronshof |
DE DK NL NO | 8.10; 8.03; 7.80 (of 5) | 7.977 |
15 | Christina Johansen Nóri fra Vivildgård |
DE DK | also 45: 7.477, 54: 7.420 7.97; 7.97; 7.90 (of 8) |
7.947 |
16 | Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp |
IS | also 20: 7.820 8.10; 7.97; 7.70 (of 5) |
7.923 |
17 | Jolly Schrenk Smáralind vom Hegebusch |
DE DK MC | also 3: 8.433 7.93; 7.93; 7.90 (of 13) |
7.920 |
18 | Jakob Svavar Sigurðsson Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II |
IS | also 7: 8.130 7.97; 7.93; 7.77 (of 4) |
7.890 |
19 | Helga Una Björnsdóttir Hnokki frá Eylandi |
IS | 8.17; 7.77; 7.53 (of 5) | 7.823 |
20 | Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum |
IS | also 16: 7.923 7.93; 7.83; 7.70 (of 6) |
7.820 |