Danir heiðruðu sitt fólk fyrir árangur ársins
Nathalie Fischer er tvöfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum á Ímni fra Egeskov
Á aðalfundi dönsku íslandshests samtakanna voru afhent árleg verðlaun fyrir framúrskarandi árangur við ræktun hross og einnig voru knapar verðlaunaðir.
Íþróttaknapi ársins í Danmörku er Natalie Fischer en hún varð m.a. tvöfaldur heimsmeistari fullorðinna á árinu bæði í 100 og 250 metra skeiði á Ímni fra Egeskov. Kynbótaknapi ársins var útnefndur Agnar Snorri Stefánsson þriðja árið í röð. Hann sýndi yfir 20 hross í fullnaðardóm á árinu og voru fimm hæst dæmdu hrossin með 8,35 í meðaleinkunn.
Ræktunarbú ársins var Stutteri Slippen sem er í eigu Jóhanns Rúnars Skúlasonar og þá var stóðhesturinn Evert fra Slippen valinn stóðhestur ársins 2025 í Danmörku.
Af öðrum verðlaunum er vert að nefna það að Dimmbrá frá Tjaldhólum var valinn hryssa ársins í Danmörku og Emma Vinge var heiðruð sem sá ungi kynbótaknapi í ár sem vakti mesta eftirtekt og hvött til frekari sýninga á kynbótahrossum.
Nánari upplýsingar um verðlaun og fréttir frá Danmörku má nálgast með því að smella hér.

Jóhann Rúnar var útnefndur ræktunarmaður ársins í Danmörku. Ljósmynd: islandshest.dk
Danir heiðruðu sitt fólk fyrir árangur ársins
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Caspar er knapi ársins í Svíþjóð
„Dagur í hestaferð“