Demantur og Hrafna efst á folaldasýningu Adams

  • 26. mars 2024
  • Fréttir

Kristján, Sigurþór og Sigurður Ingi - eigendur efstu hestfolaldanna Mynd: Facebooksíða Adams

Folaldasýning Hestamannafélagsins Adams

Hestamannafélagið Adam hélt folaldasýningu sýna þann 17. mars síðastliðinn að Miðdal í Kjós.

Í flokki merfolalda stóð efst Hrafna frá Meðalfelli ræktuð af og í eigu þeirra Sigurbjargar Ólafsdóttur og Sigurþórs Gíslasonar, hún er undan Hyl frá Flagbjarnarholti og Vordísi frá Meðalfelli.

Í flokki hestfolalda stóð efstur Demantur frá Fossi ræktaður af og í eigu Sigurðar Inga Bjarnasonar, Demantur er undan Safír frá Mosfellsbæ og Björk frá Fossi.

Hér fyrir neðan eru þrjú efstu folöld í hvorum flokki fyrir sig.

Hestfolöld:
1. Demantur frá Fossi F. Safír frá Mosfellsbæ
M. Björk fra Fossi
Eig og rækt Sigurður Ingi Bjarnason
2. Vilji frá Meðalfelli F. Þór frá Torfunesi
M. Von frá Meðalfelli
Eig og rækt Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurþór Gíslason
3. Lækur frá Hesthömrum F. Loki frá Selfossi
M. Lára frá Þjóðólfshaga
Eig og rækt. Lára Jóhannesdóttir og Kristján Magnússon
Merfolöld:
1. Hrafna frá Meðalfelli f. Hylur frá Flagbjarnarholti
M. Vordís fra Meðalfelli
Eig. og rækt. Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurþór Gíslason
2. Skagadís frá Meðalfelli F. Skaginn frá Skipaskaga
M. Dís frá Meðalfelli
Eig og rækt. Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurþór Gíslason
3. Flóðá frá Láglendi F. Kóngur frá Flekkudal
M. Klíka frá Miðdal
Eig og rækt Pimpernel Wernars

Pimpernel og Sigurþór – eigendur efstu merfolaldanna mynd: Facebooksíða Adams

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar