Does it make my boat go faster? 

  • 18. september 2020
  • Fréttir

Mynd: Ingvar Sigurðsson

Föstudagspistill Hinriks Sigurðssonar

Ég var að hlusta á mjög áhugavert viðtal eins og ég geri oft á daginn þegar ég er að grúska og reyna að læra eitthvað nýtt og heyrði þar frábæra sögu sem mig langar til að deila.

Hún fjallar um hvernig innri samskiptin okkar við sjálf okkur fara fram, og hvernig við getum haft áhrif á allar gjörðir og ákvarðanir bara eftir því hvernig við tölum við sjálf okkur.

Þannig var að breska landsliðið í kappróðri hafði um árabil mátt muna sinn fífil fegurri, og það hafði um árabil lítið gengið hjá þeim í keppni á alþjóðavísu.

Á stórmótunum voru þeir liðið sem enginn reiknaði með og fáir tóku alvarlega.

Eftir eitt stórtapið hugsaði fyrirliðinn, kapteinninn á bátnum með sér hvernig stæði á þessu og hvernig þeir gætu breytt þessu ástandi.

Þeir æfðu sig helling, svo það var eiginlega ekki það sem var málið, það var eitthvað í þeim sjálfum sem hindraði þá fannst honum.

Hann tók liðið á sinn fund og byrjaði á því að ræða það sem þeir allir höfðu ástríðu fyrir, það var róðurinn. Með því að tala um það sem þeir elskuðu allir að gera fyllti hann liðið af góðri tilfinningu (dopamin, oxytocin vellíðunarhormón) og svo setti hann upp planið….

…planið var snilldarlegt en alveg ótrúlega einfalt.

Í öllum þeim aðstæðum sem liðsmenn mættu, öllum ákvörðunum ,smáum og stórum  spurðu þeir sig einnar einfaldrar spurningar:

„Does this make my boat go faster?“

Í ræktinni, á ég að taka 5 endurtekningar eða 10? fá 5 æfingar eða 10 bátinn til þess að fara hraðar? Já 10

Á veitingastað, viltu bjór eða sódavatn með matnum? Bjór? „does it make my boat go faster?“ nei sennilega ekki „ég tek sódavatn takk!

Þið fattið pointið er það ekki?

Ef áhugahvötin er stór í einhverju sem þið gerið hefur þessi einfalda spurning alveg merkilega stór og góð áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru.

Á næstu ólympíuleikum vann breska róðrarliðið gull, báturinn varð hraðari.

Ef við hugsum um markmið sem við setjum, alveg sama hvort það sé í íþróttinni okkar, samböndum, fjármálum eða vinnu. Það sem ég brenn fyrir og vill verða betri í, spyr ég mig:

„Does this make my boat go faster?“

Þetta þarf ekki alltaf að vera svo flókið

Stay cool Hinni

💪👊

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<