Dómarar á Heimsmeistaramótinu

Mynd: WC Icelandic Horses 2025 - Birmenstorf CH
Halldór Gunnar Victorsson verður yfirdómari mótsins og Stefan Hackauf honum innan handa.
Tólf dómarar dæma íþróttakeppnina og eru tveir valdir til vara. Einn íslendingur er í hópnum, Pjetur N. Pjetursson, fyrir utan yfirdómarann, Halldór, annars eru þetta tveir frá Austurríki, fjórir frá Svíþjóð, fimm frá Þýskalandi og einn frá Finnlandi, Danmörku og Hollandi.
Allt eru þetta alþjóðlegir íþróttadómarar og hér fyrir neðan er listi með þeim ásamt fjölda WR mót sem þeir hafa dæmt á árinu samkvæmt upplýsingum fengna af vefsíðu FEIF.
Einnig er búið að ákveða hvaða kynbótadómarar dæma á mótinu en formaður dómnefndar er Þorvaldur Kristjánsson (IS) og með honum eru þær Silke Feuchthofen (DE) og Elisabeth Trost (IS).
Íþróttadómarar
- Alexander Sgustav (AT)
- Andreas Windsio (DE) – dæmt átta WR mót (20 dagar)
- Anna Andersen (FI)
- Anne Fornstedt (SE) – dæmt þrjú WR mót 2025 (12 dagar)
- Birgit Quasnitschka (DE)
- Bram van Steen (NL) – dæmt sex WR mót 2025 (14 dagar)
- Christian Reischauer (AT)
- Inga Trottenberg (vara) (DE) – dæmt sex WR mót 2025 (20 dagar)
- Katharina Konter (DE) – dæmt níu WR mót 2025 (20 dagar)
- Lena Lennartsson (vara) (SE)
- Lise Galskov (DK)
- Malin Elmgren (SE) – dæmt sjö WR mót 2025 (21 dagur)
- Peter Häggberg (SE)
- Pjetur N. Pjetursson (IS) – dæmt sjö WR mót 2025 (22 dagar)
Kynbótadómarar:
- Elisabeth Marie Trost (IS) – dæmt 349 fullnaðardóma 2025
- Silke Feuchthofen (DE) – dæmt 79 fullnaðardóma 2025
- Þorvaldur Kristjánsson (IS) – dæmt 313 fullnaðardóma 2025
- Eyþór Einarsson (vara) (IS)