Dómur fallinn varðandi eignarhald Kötlu frá Hemlu

  • 25. september 2020
  • Fréttir

Katla frá Hemlu, knapi er Árni Björn Pálsson

Þann 22. September sl. féll dómur hjá Hérðasdómi Reykjaness í máli sem varðar hryssuna Kötlu frá Hemlu.

Katla er undan Sleipnisbikarhafanum Ský frá Skálakoti og Spyrnu frá Síðu og er, eins og flestir hestamenn þekkja, fyrrum sigurvegari í 6 vetra flokki hryssna á Landsmóti 2018 með aðaleinkunnina 8,64. Skráðir ræktendur Kötlu eru Anna Kristín Geirsdóttir og Vignir Siggeirsson og núverandi eigandi Kötlu er Anja Egger-Meier.

Í stuttu máli sneri dómsmálið um ágreining á milli Önnu Kristínar og Vignis varðandi eignarhald á hryssunni, þar sem Vignir gerði kröfu um að verða staðfestur sem eigandi að 50% hlut í Kötlu. Dómur í málinu féll á þann veg að Anna Kristín var sýknuð af öllum kröfum Vignis í málinu og ber honum jafnframt að greiða henni 1.500.000 kr. í málskostnað. Ekki hefur enn komið fram hvort málinu verður áfrýjað til efra dómsstigs.

Dóminn í heild sinni má lesa með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar