Dr. McLean er meðal fremstu fræðimanna

  • 8. september 2021
  • Fréttir
Menntaráðstefna LH sem verður haldin í haust kynnir næsta fyrirlesara, Dr. Andrew McLean 

Menntaráðstefna LH hefst 5. október. Fyrirlestrar verða haldnir hvern þriðjudag í október og byrjun nóvember. Þeir hefjast kl 19:00 og eru um tveggja klst. langir.

Þriðji fyrirlesarinn sem LH kynnir er Dr. Andrew McLean en hann er einn af fremstu fræðimönnum heims um atferli hrossa og hvernig þeir læra. Hann er með doktorsgráðu í hestaþjálfunarsálfræði frá Háskólanum í Melbourne sem og gráðu í dýrafræði frá Háskólanum í Tasmaníu. Hann kennir í háskólum og heldur fyrirlestra víðsvegar um heim. Hann hefur skrifað margar bækur og birt yfir 80 fræðigreinar en einnig unnið með viðurkenndum þjálfurum fyrir knapa sem og fílaþjálfurum. Hægt er að lesa nánar um fyrirlesturinn hér.

Í fyrirlestri sínum, sem verður 19. október, mun McLean tala um „the learning, behaviour and mental health of the sport horse“ eða lærdómshegðun og andlega heilsu íþrótta hestsins“. Áhugaverður fyrirlestur sem enginn hestamaður ætti að láta framhjá sér fara. Skráning er hafin á menntaráðstefnuna en dagskrá og slóð á skráninguna eru hér fyrir neðan.

Dagskrá menntaráðstefnunnar:

5.10.2021 Hillary Clayton
12.10.2021 Víkingur Gunnarsson
19.10.2021 Andrew McLean
26.10.2021 Anja Beran
2.11.2021 Panel discussions

Skráning er hafin hér og verðið er 80 EUR eða 12.000 isk.kr.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar