Drangur er hæst dæmdi sex vetra stóðhesturinn á HM

Drangur og Viðar. Ljósmynd: Henk & Patty
Yfirlitssýningu sex vetra gamalla stóðhesta lauk nú rétt í þessu en í þeim flokki hlutu sex stóðhestar fullnaðardóm.
Fulltrúi Íslands í þeim flokki, Drangur frá Ketilsstöðum, sýndur af Viðari Ingólfssyni stóð sig frábærlega og hlaut sinn hæsta dóm. Fyrir sköpulag hafði hann hlotið 8,56 og hlaut nú fyrir hæfileika 8,59 en hann hækkaði einkunn sýna fyrir skeið úr 8,0 í 8,5 og hlaut 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja og fet og í aðaleinkunn 8,58. Ræktandi hans og eigandi er Bergur Jónsson en hann er undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum og Tíbrá frá Ketilsstöðum.
Land | Hross | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Ísland | Drangur frá Ketilsstöðum | Viðar Ingólfsson | 8,56 | 8,59 | 8,58 |
Danmörk | Ragnar fra Gavnholt | Agnar Snorri Stefansson | 8,59 | 8,28 | 8,39 |
Danmörk | Bikar fra Guldbæk | Sigurður Óli Kristinsson | 8,35 | 8,32 | 8,33 |
Svíþjóð | Garður från Segersgården | Erlingur Erlingsson | 8,45 | 8,18 | 8,28 |
Austurríki | Tríton vom Panoramahof | Þórður Þorgeirsson | 8,39 | 7,93 | 8,09 |
Frakkland | Jagúar du Langeren | Erlingur Erlingsson | 8,11 | 7,45 | 7,68 |