„Draumur sem rættist“

Oliver Egli er reyndur keppnismaður og keppir fyrir hönd Sviss á HM á hestinum Hákoni frá Báreksstöðum og þeir tryggðu sér þátttökurétt í A-úrslitum í slaktaumatölti með einkunnina 7,87.
Oliver hefur einnig verið með Bárð frá Melabergi í keppni síðastliðinn tvö tímabil og staðið sig vel. Hann stóð frammi fyrir því að geta einnig mætt með hann á Heimsmeistaramótið. Í viðtalinu við Eiðfaxa ræðir hann um það hversu erfitt það hafi verið að velja hvorn hestinn hann myndi velja og það að keppa á heimsmeistaramóti á heimavelli.