Dregið í ráslista í kvöld

  • 26. janúar 2022
  • Fréttir
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefst á morgun

Í kvöld kl 19:00 verður dregið í ráslista og undirbúningsþáttur fyrir fjórgangsmót Meistaradeildar Líflands. Bein útsending frá drættinum verður á vef og öppum Alendis og þar mun Hjörvar Ágústsson, ásamt góðu fólki, draga í lista og skoða vel hvaða hestar og knapar eru að mæta til leiks.

Mikil spenna er fyrir fyrsta móti Meistaradeildar Líflands enda markar þetta upphaf keppnistímabilsins 2022.

Dagskrá Alendis í vetur er gífurlega þétt og spennandi – skemmtilegustu deildir landsins verða aðgengilegar í allan vetur og lifandi stúdíó frá völdum viðburðum. Það verða kunnuleg andlit í beinu útsendingunni frá Meistaradeildinni en það verða þau Telma Tómasson, Guðmundur Björgvinsson og enginn annar en Henning Drath. Telma og Guðmundur sjá um enska streymið og Henning Drath um það þýska sem er frábær viðbót fyrir Meistaradeildina.

Á föstudaginn næstkomandi verður svo uppgjörsþáttur eftir fjórgangsmót Meistaradeildar Líflands á Alendis og því vill enginn missa af. Hjörvar verður þáttastjórnandi þar og fær þau Heklu Katharínu Kristinsdóttur og Ólaf Andra Guðmundsson til sín í settið til að fara yfir málin.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar