Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Dregið í rásröð fyrir lokamót Meistaradeildarinnar

  • 2. apríl 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Í kvöld verður dregið í rásröð fyrir lokamót í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Lokamót Meistaradeildarinnar verður haldið á föstudaginn, 2. apríl, í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

Það er óhætt að segja að mikil spenna ríki í stigakeppninni, bæði í einstaklings- og liðakeppninni, og stutt á milli efstu sæta. Það kemur í ljós hverjir mæta á lokamót deildarinnar í kvöld kl. 20:00 þegar dregið verður í rásröð á Eiðfaxa TV.

Eins og áður er frítt inn í höllina en frábærar veitingar eru í boði. Þeir sem panta fyrir fram á hlaðborðið fá í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni en húsið opnar kl. 17:00. Pantanir fara fram HÉR.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt geta horft á keppnina í beinni útsendingu á Eiðfaxa TV en það er um að gera að tryggja sér áskrift sem fyrst.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar