Dregið úr Áskrifendahappdrætti Eiðfaxa TV

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í fyrrakvöld í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Í hléinu eftir forkeppni var dregið í Áskrifendahappdrætti Eiðfaxa TV sem mun verða fastur liður í HorseDay höllinni í vetur.
Tveir heppnir áskrifendur að Eiðfaxa TV, Jósef Valgarð og Dennis Boivie, unnu sitthvorn miðann á Landsmót á Hólum 2026.
Frábært áhorf var á útsendinguna okkar og þökkum við fyrir okkur! Næst á dagskrá er bein útsending frá Suðurlandsdeildinni, þriðjudaginn 4. mars kl. 18:00.
Hér fyrir neðan er hægt að horfa á úrdráttinn frá því í gær.