Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Dregið úr Áskrifendahappdrætti Eiðfaxa TV

  • 15. mars 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í gærkvöld í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Í hléinu eftir ellefta hest var dregið í Áskrifendahappdrætti Eiðfaxa TV sem mun verða fastur liður í HorseDay höllinni í vetur.

Tveir heppnir áskrifendur að Eiðfaxa TV, Elín Hrönn Sigurðardóttir og Sofie Engvall, unnu sitthvorn miðann á Landsmót á Hólum 2026 og Hildur Sigmarsdóttir og Cecilie Geertsen fengu vikupassa á Heimsmeistaramót í Sviss 2025.

Frábært áhorf var á útsendinguna okkar og þökkum við fyrir okkur! Næst á dagskrá er bein útsending frá Áhugamannadeild norðurlands sem hófst nú í dag klukkan 13:00

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á úrdráttinn frá því í gær.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar