Dregið úr Áskrifendahappdrætti Eiðfaxa TV

  • 6. apríl 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Frábært áhorf var á útsendinguna okkar og þökkum við fyrir okkur!

Lokamót Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í gær í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Í hléinu eftir keppni í tölti var dregið í Áskrifendahappdrætti Eiðfaxa TV sem var fastur liður í HorseDay höllinni í vetur.

Sex heppnir áskrifendur hlutu vinning. Þrír hlutu vikupassa á Landsmót hestamanna á Hólum 2026 en það voru þau Helgi Jón Harðarson, Fanney Dögg Indriðadóttir og Livia Sarah Kradolfer. Hinir þrír unnu vikupassa á Heimsmeistaramótið í Sviss í ágúst og voru það þau Atli Fannar Guðjónsson, Kristín Björnsdóttir Jensen og Heiðar Snær Rögnvaldsson.

Frábært áhorf var á útsendinguna okkar og þökkum við fyrir okkur!

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á úrdráttinn frá því á föstudaginn.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar