Þýskaland „Aðstæður voru til fyrirmyndar“

  • 2. maí 2024
  • Fréttir

Drift frá Austurási hlaut 8,42 í aðaleinkunn, knapi Frauke Schenzel. Myndir: Krijn / Eyja.net

Drift frá Austurási efst á fyrstu kynbótasýningu ársins sem fór fram í Verden

Fyrsta kynbótasýning ársins, þar sem hross eru sýnd í reið, fór fram í Verden í Þýskalandi nú í vikunni. Sýningin hófst með dómum á mánudag og var yfirlitið í gær, miðvikudag. Dómarar voru Marlise Grimm (DE), John Siiger Hansen (DK) og Arnar Bjarki Sigurðsson (IS).

Drift hæst dæmda hross sýningarinnar

Hæst dæmda hross sýningarinnar var Drift frá Austurási en hún hlaut fyrir sköpulag 8,42 og fyrir hæfileika 8,42 sem gerir 8,42 í aðaleinkunn. Það var Frauke Schenzel sem sýndi Drift en Frauke sýndi sjö hross á sýningunni. Drift er 8 vetra undan Draupni frá Stuðlum og Ekru frá Gullberastöðum og hlaut hún m.a. 9,0 fyrir brokk, bak og lend og samræmi. Ræktendur Driftar eru þau Haukur Baldvinsson og Ragnhildur Loftsdóttir en Drift er í eigu Önju Egger-Meier og Kronshof GbR.

Sextán hlutu fyrstu verðlaun

Alls voru 37 hross sýnd og þar af 33 í fullnaðardómi, 16 þeirra hlutu 1.verðlaun. Flest hrossin voru ræktuð í Þýskalandi (19) eða á Íslandi (15). Tvö voru ræktuð í Danmörku og eitt í Hollandi.

Dómstörfin voru góð

Þórður Þorgeirsson sýndi flest hross á sýningunni eða 14 talsins, þar af þrjú úr hans eigin ræktun þau Heiðar von Akurgerði, 5 vetra, sem hlaut 8,16 í aðaleinkunn, Ísak von Akurgerði, 7 vetra, sem hlaut 8,08 í aðaleinkunn og Auðnu von Akurgerði, 7 vetra, sem hlaut 8,01 í aðaleinkunn. Eiðfaxi heyrði í Þórði eftir sýninguna.

„Aðstæður voru til fyrirmyndar. Þegar dómstörfin stóðu yfir var ca. 16 gráðu hiti og frábært veður en í dag er 25-29 stiga hiti svo sumarið er komið hér í Þýskalandi. Sýningin gekk frábærlega, vallaraðstæður til fyrirmyndar og dómstörf góð. Ég var ánægður með samsetningu dómnefndarinnar. Gott að fá Arnar Bjarka inn sem fulltrúa yngri kynslóðarinnar.“

Hér fyrir neðan má sjá öll dæmd hross á sýningunni
Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi
IS2016287573 Drift frá Austurási 8.42 8.42 8.42 Frauke Schenzel
DE2018234328 Rakel vom Kronshof 7.94 8.36 8.22 Frauke Schenzel
IS2016158455 Börkur frá Enni 8.16 8.19 8.18 Þórður Þorgeirsson
DE2019110330 Heiðar von Akurgerdi 8.51 7.97 8.16 Þórður Þorgeirsson
IS2019182206 Árelíus frá Úlfljótsvatni 8.06 8.15 8.12 Þórður Þorgeirsson
DE2018234335 Randalín vom Kronshof 8.11 8.12 8.12 Frauke Schenzel
DE2019143225 Ljúfur vom Petersberg 8.19 8.06 8.11 Catherina Müller
IS2014288211 Herkja frá Hrafnkelsstöðum 1 8.16 8.05 8.09 Mw. M. Duintjer
DE2017110100 Ísak von Akurgerdi 8.05 8.1 8.08 Þórður Þorgeirsson
IS2018188670 Jakob frá Ljósafossi 8.16 8.04 8.08 Þórður Þorgeirsson
DE2017134199 Prímus vom Kronshof 8.29 7.94 8.06 Frauke Schenzel
IS2018182045 Beitir frá Hrauni 8.26 7.93 8.05 Þórður Þorgeirsson
DE2018234333 Rökkvadís vom Kronshof 8.19 7.96 8.04 Frauke Schenzel
DE2017234987 Pyttla vom Kronshof 7.99 8.05 8.03 Frauke Schenzel
DE2014134525 Fleygur vom Schepershof 8.19 7.92 8.02 Samantha Cannizzo-Leidesdorff
DE2017234332 Auðna von Akurgerdi 7.96 8.03 8.01 Þórður Þorgeirsson
IS2019186090 Háfeti frá Árbakka 8.24 7.83 7.97 Þórður Þorgeirsson
IS2016156107 Kanslari frá Hofi 8.44 7.72 7.97 Þórður Þorgeirsson
IS2018101039 Hringur frá Margrétarhofi 8.01 7.94 7.96 Þórður Þorgeirsson
IS2017101234 Kasmír frá Tvennu 8.16 7.84 7.95 Þórður Þorgeirsson
NL2017200020 Doppa frá Lálendi 8 7.9 7.94 Þórður Þorgeirsson
DE2015222573 Von von Heiderfeld 7.83 7.98 7.93 Lena Böhme
IS2017184067 Dagur frá Eylandi 8.1 7.82 7.92 Fabian Rittig
IS2016165300 Hroki frá Skriðu 7.99 7.88 7.92 Steve Köster
DE2015151859 Hylur vom Hofgut Retzenhöhe 8.25 7.59 7.82 Katja Honnefeller
DE2018134169 Rasmus vom Kronshof 7.72 7.88 7.82 Frauke Schenzel
DK2016100202 Ísak fra Vikina 8.12 7.58 7.77 Britt Werner Raabymagle
IS2013156660 Óliver frá Skeggsstöðum 7.96 7.65 7.76 Saskia Brengelmann
DE2016222880 My vom Schluensee 2 7.69 7.75 7.73 Britta Schreiber
DE2018243205 Eyvör von den Ruhrhöhen 7.94 7.52 7.66 Jolly Schrenk
DE2016222707 Fríða von Woldenhorn 7.84 7.48 7.61 Þórður Þorgeirsson
DK2017200394 Brella fra Slippen 7.79 7.51 7.61 Þórður Þorgeirsson
DE2016134228 Ofsi vom Kronshof 7.82 7.29 7.48 Lara Lange
DE2016241926 Ósk vom Emmerquell 8.01 Helmut Lange
IS2019201756 Saga frá Sólstað 7.87 Lisa Sachs
DE2019110346 Spútnik vom Streekermoor 7.87 Saskia Brengelmann
IS2020135849 Tignir frá Skrúð 7.86 Sina Felin Borkenstein

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar