Hestamannafélagið Sprettur Dymbilvikusýning Spretts

  • 9. apríl 2025
  • Fréttir
Hin árlega sýning hestamannafélagsins Spretts, Dymbilvikusýningin, fer fram 16.apríl nk. í Samskipahöllinni.

Sýningarnefnd hefur tekið til starfa og er sem áður stórhuga og stefnir allt í stórskemmtilega sýningu. Eins og undanfarin ár verður haldin létt keppni milli nágranna hestamannafélaganna um flottustu ræktunarhestana.

Ungir Sprettarar ætla að mæta á svæðið og halda uppi stuðinu, Íþróttafólk Spretts, Töltgrúppa Spretts, kynbótahross, ræktunarbú, létt grínatriði o.m.fl.

Sýningaratriði verða kynnt betur þegar nær dregur.

Húsið opnar kl 18:00
Sýningin hefst kl 20:00

Hægt verður að léttar veitingar og drykki.

Miðaverð inn á sýninguna 2000 kr., selt við innganginn.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar