Dýragarðurinn á toppnum í Skagfirsku mótaröðinni

Keppendur í pollaflokki á fyrsta móti Skagfirsku mótaraðarinnar
Þremur mótum er lokið í Skagfirsku mótaröðinni en alls eru mótin fimm talsins. Keppt er bæði í gæðinga- og íþróttakeppni auk þess að boðið er upp á pollaflokk.
Á fyrsta mótinu var keppt í gæðingakeppni nánar til tekið B-flokki í þremur styrktarflokkum auk Ungmenna- og unglinga- og barnaflokks. Á öðru mótinu var keppt í fjórgangi og því þriðja í fimmgangi og slaktaumatölti.
Næst komandi laugardag þann 30. mars verður svo keppt í gæðingakeppni en nánar má lesa um mótið og fyrirkomulag þess með þvi að smella hér
Staðan í liðakeppninni að þessum mótum loknum er sú að lið Dýragarðsins leiðir með 609 stig í öðru sæti er liðið Top North með 400 stig og í því þriðja er liðið Toppfólk með 300,5.

Efstu hross í B-flokki 1.flokki í Skagfirsku mótaröðinni fyrr í vetur. B-flokkur fyrsti flokkur 1 Malin Marianne Andersson og Hágangur frá Miðfelli 2 8,67 2 Fanney O. Gunnarsdóttir og Álfasteinn frá Reykjavöllum 8,63 3 Bjarni Jónasson og Sporður frá Gunnarsstöðum 8,53
Heilarniðurstöður frá fyrsta móti vetrarins má skoða með því að smella á tengilinn hér að aftan. IS2024SKA041 – Allt_motid
Heildarniðurstöður frá öðru móti vetrarins má skoða með því að smella á tengilinn hér að aftan. IS2024SKA042 – Allt_motid
Heildarniðurstöður frá þriðja móti vetrarins má skoða með því að smella á tengilinn hér að aftan. IS2024SKA043 – Allt_motid