Dýrðlingur efstur á Axevalla

Dýrðlingur frá Prestsbæ Ljósmynd: Sifavel
Þriðja kynbótasýning ársins í Svíþjóð fór fram á Axevalla 14.-16. júní þar sem alls voru sýnd 57 hross. Dómarar á sýningunni voru þau John Siiger Hansen, Heimir Gunnarsson og Heiðrún Sigurðardóttir. Ein sýning er áætluð til viðbótar á þessu ári en hún fer fram síðssumar á Romme.
Hæst dæmda hross sýningarinnar var Dýrðlingur frá Prestsbæ sem er sex vetra gamall stóðhestur undan Þránni frá Flagbjarnarholti og Þrönn frá Prestsbæ. Ræktendur eru þau Inga og Ingar Jensen en eigandi er My Björnsdotter. Sýnandi Dýrðlings er Máni Hilmarsson. Fyrir Sköpulag hlaut hann 8,39 og fyrir hæfileika 8,59 í aðaleinkunn 8,52. Hæst ber einkunnina 9,0 fyrir tölt og samstarfsvilja.
Af öðrum athyglisverðum hrossum á sýningunni er vert að nefna hin fjögurra vetra gömlu Bellu från Segersgården og Bakkus från Gunnarsbo.
Bella var sýnd af Erlingi Erlingssyni, hlaut í aðaleinkunn, 7,97 en um er að ræða efnilega klárhryssu með 9,0 fyrir fegurð í reið. Hún er undan Fim frá Selfossi og Björk frá Enni. Ræktuð af Erlingi og Antoniu Hardwick.
Bakkus er undan Óðni vom Habichtswald og Lyftingu frá Lynghóli, hann hlaut m.a. 9,0 fyrir tölt, hægt stökk og samstarfsvilja, sýndur af Mána Hilmarssyni og í eigu hans og Jennyar Wiström.
Hér fyrir neðan má sjá öll hross á sýningunni raðað eftir aðaleinkunn.