Hestamannafélagið Sprettur Dýri og Skörp efst fyrir sköpulag

  • 3. mars 2024
  • Fréttir

Dýri frá Hrístjörn

Niðurstöður úr forskoðun kynbótahrossa í Sprettu í lok febrúar.

Þorvaldur Kristjánsson kynbótaráðunautur sá um forskoðun kynbótahrossa í Samskipahöllinni 24. febrúar. Ræktendur mættu víðsvegar að af suðvesturhorninu. „Allir þátttakendur voru mjög ánægðir með störf Þorvaldar sem gerir fólki ítarlega grein fyrir á hvaða atriði er verið að skoða í byggingardómi,“ segir í tilkynningu frá kynbótanefnd Spretts.

Mætt var með 38 hross, 8 stóðhesta og 30 hryssur og er fimm efstu í hvorum flokki listað hér upp fyrir neðan.

Hryssur:
1. Skörp f. Óðinstorgi IS2020201079
F: Skýr f. Skálakoti
M: Snegla f. Reykjavík
Eig.: Sigurborg Daðadóttir
Sköpulag: 8.36

2. Thelma f. Skeggjastöðum IS2019284460
F: Þór f. Stóra-Hofi
M: Tromma f. Minni-Völlum
Eig.: Halldór Guðjónss./Erla Magnúsdóttir
Sköpulag. 8.32

3. Mjallhvít f. Þúfu IS2019225436
F: Herkúles f. Ragnheiðarst
M: Þyrnirós f. Þúfu í Kjós
Björn Ólafss./Guðríður Gunnarsd.
Sköpulag. 8,24

4.-5. Brún f. Barkarstöðum IS2019280709
F: Draupnir f. Stuðlum
M: Dís f. Hruna
Eig.:Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Sköpulag. 8,21

4.-5. Sólmyrkva f. Álfhólum IS2020284669
F: Kolgrímur f. Breiðholti
M: Sólarorka f. Álfhólum
Eig.: Valdimar Ómarss./Silja Unnarsd.
Sköpulag. 8,21

Skörp

Stóðhestar

1. Dýri f. Hrístjörn IS2020180691
F: Blakkur f. Þykkvabæ 1
M: Hrafntinna f. Hrístjörn
Eig.: Axel Geirsson/Ásgerður Gissurard
Sköpulag. 8,45

2. Órion f. Fornusöndum IS2018184229
F: Apollo f. Haukholtum
M: Hviða f. Skipaskaga
Eig.: Guðmundur Á. Péturss/Hulda K. Eiríksd.
Sköpulag. 8,31

3. Hraunar f. Hólaborg IS2017182377
f: Blysfari f. Fremra-Hálsi
M: Dagrún f. Álfhólum
Eig.: Sara Ástþórsdóttir
Sköpulag. 8,11

4 Loftur f. Melahofi IS 2020101929
F: Ljúfur f. Torfunesi
M: Hrönn f. Árbakka
Eig.: Ásta Friðrika Björnsdóttir
Sköpulag. 8,00

5. Fókus f. Fornusöndum IS2019184229
F: Glúmur f. Dallandi
M: Fura f. Stóru-Ásgeirsá
Eig.: Guðmundur Á. Péturss/Hulda K. Eiríksd.
Sköpulag. 7,99.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar