Dýrmæt stig fyrir Ásmund

Ásmundur Ernir Snorrason nældi sér í dýrmæt stig þegar hann vann töltið í Meistaradeildinni rétt í þessu á Hlökk frá Strandarhöfði með 9,06 í einkunn. Tólf stig í hús og efsta sætið í einstaklingskeppninni.
Þorgeir Ólafsson endaði í öðru sæti með 8,61 í einkunn á Aspari frá Hjarðartúni. Ekki slæm frumraun í keppni fyrir þá félaga. Þorgeir er nú annar í einstaklingskeppninni með 43,5 stig.
Þriðji varð Gústaf Ásgeir Hinriksson á Össu frá Miðhúsum með 8,44 í einkunn en heildar niðurstöður er hér fyrir neðan.
Stigahæsta liðið í töltinu var lið Sumarliðabæjar og er liðið enn í forustu með 290 stig. Hjarðartún er í öðru sæti með 280,5 stig og í þriðja Top Reiter með 257 stig.
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 9,06
2 Þorgeir Ólafsson Aspar frá Hjarðartúni 8,61
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 8,44
4 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum 8,28
5 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg 8,22
6 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 7,61
Liðakeppni
- Sumarliðabær 290
- Hjarðartún 280,5
- Top Reiter 257
- Ganghestar/Margrétarhof 236
- Hrímnir/Hest.is 207
- Hestvit/Árbakki 203,5
- Fet/Pula
Einstaklingskeppni
- Ásmundur 51
- Þorgeir 43,5
- Eyrún 43
- Aðalheiður 41,5
- Jón Ársæll 23,5
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,67
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 8,43
3-4 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum 8,07
3-4 Þorgeir Ólafsson Aspar frá Hjarðartúni 8,07
5 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg 7,90
6 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 7,77
7 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 7,63
8 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 7,57
9-10 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka 7,50
9-10 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hulinn frá Breiðstöðum 7,50
11 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti 7,37
12 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ 7,30
13-15 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,27
13-15 Árni Björn Pálsson Hríma frá Kerhóli 7,27
13-15 Helga Una Björnsdóttir Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 7,27
16-17 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi 7,00
16-17 Sigurður Vignir Matthíasson Kostur frá Þúfu í Landeyjum 7,00
18 Teitur Árnason Fjalar frá Vakurstöðum 6,93
19 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hvarmur frá Brautarholti 6,77
20 Glódís Rún Sigurðardóttir Vikar frá Austurási 6,60
21 Sara Sigurbjörnsdóttir Dísa frá Syðra-Holti 0,00