Efnilegasti knapi ársins

Efnilegasti knapi ársins 2022 er Benedikt Ólafsson en valið var kynngjört rétt í þessu á verðlaunahátíð Landsambandsins sem haldin er í Félagsheimilinu í Fáki. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:
„Benedikt náði á árinu frábærum árangri í mörgum greinum hestaíþróttanna. Hann sigraði B-flokk ungmenna á Landsmótinu í sumar á Biskup frá Ólafshaga, varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Leiru-Björk frá Naustum III og sigraði slaktaumatölt T2 ungmenna á Reykjavíkurmeistaramóti á Bikar frá Ólafshaga ásamt 2. Sæti í Tölti T1 á Íslandsmótinu. Benedikt Ólafsson hlýtur nafnbótina Efnilegasti knapi ársins 2022.“
Eiðfaxi óskar Benedikt innilega til hamingju með árangur ársins!
Aðrir tilnefndir voru:
Eysteinn Tjörvi Kristinsson
Hákon Dan Ólafsson
Kristófer Darri Sigurðsson
Signý Sól Snorradóttir