Efnilegasti knapi ársins

  • 18. nóvember 2023
  • Fréttir
Náði frábærum árangri í mörgum greinum hestaíþróttanna

Efnilegasti knapi ársins 2023 er Jón Ársæll Bergmann en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Jón Ársæll náði á árinu frábærum árangri í mörgum greinum hestaíþróttanna. Hann er tvöfaldur heimsmeistari þar sem hann sigraði fjórgang og samanlagðar fjórgangsgreinar en hann er einnig fjórfaldur Íslandsmeistari þar sem hann sigraði fjórgang, samanlagðar fjórgangsgreinar, tölt og 250m skeið. Hann var einnig í öðru sæti í flugskeiði á Íslandsmóti.“

Eiðfaxi óskar Jóni Ársæli innilega til hamingju með árangur ársins!

Aðrir tilnefndir voru:

Arnar Máni Sigurjónsson
Signý Sól Snorradóttir
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
Védís Huld Sigurðardóttir

Sérstök verðlaun voru veitt þeim Benedikt Ólafssyni, Glódísi Rún Sigurðardóttur og Herdísi Björgu Jóhannsdóttur fyrir árangur þeirra á árinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar