Efnilegasti knapi ársins
Efnilegasti knapi ársins 2024 er Matthías Sigurðsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga og deildar hrossabænda innan BÍ sem haldin er í Gullhömrum. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:
„Matthías sigraði ungmennaflokk á Landsmóti á Tuma frá Jarðbrú með einkunna 9.03, ásamt því að hljóta Øderinn, eftir að hafa farið lengri leiðina og unnið B-úrslitin. Matthías er Norðurlandameistari í A-flokki ungmenna með Gust frá Stóra-Vatnsskarði og var í 2.sæti í fimmgangi í ungmennaflokki með Páfa frá Kjarri. Hann er efstur á stöðulista í 250m skeiði og í 2.sæti í tölti í ungmennaflokki.“
Eiðfaxi óskar Matthíasi innilega til hamingju með árangur ársins!
Aðrir tilnefndir voru:
- Guðný Dís Jónsdóttir
- Guðmar Hólm Ísólfsson
- Kristján Árni Birgisson
- Védís Huld Sigurðardóttir
- Þórgunnur Þórarinsdóttir
Sérstök verðlaun voru veitt Jóni Ársæli Bergmann fyrir árangur hans á árinu.