Hestamannafélagið Sprettur Efsta-Sel ræktunarbú Spretts 2025

  • 17. nóvember 2025
  • Fréttir

Uppskeruhátíð ræktunarnefndar Spretts fór fram þann 15. nóvember í veislusal félagsins.

Á árinu var sýndur fjöldinn allur af hrossum ræktuðum af skuldlausum félagsmönnum Spretts. Mikil gróska er í ræktun félagsmanna sem sjá má af fjölda þeirra hrossa sem skilaði sér til dóms á árinu.

Veitt voru verðlaun til þriggja efstu hrossa í hverjum flokki. Auk þess ákvað ræktunarnefnd Spretts að veita ungum Sprettara, henni Aniku Hrund Ómarsdóttur viðurkenningu ungs sýnanda fyrir stórgóðar sýningar á Sólmyrkvu frá Álfhólum og Náttfara frá Álfhólum. Hannesi Hjartarsyni fyrrum formanni ræktunarnefndarinnar var veitt viðurkenning fyrir hans störf í þágu ræktunarnefndarinnar en hann hefur haft veg og vanda af flestum þeim viðburðum sem nefndin hefur staðir fyrir síðustu ár.

Anika Hrund Ómarsdóttir hlaut viðurkenningu sem ungur sýnandi

Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir héldu erindi um sögu hrossaræktar þeirra hjóna í 35 ár að Auðsholtsjáleigu. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt erindi um magnaða ræktunarsögu og árangur. 

Eftirfarandi hross voru verðlaunuð eftir flokkum. 

ALDURSFLOKKUR FAEDINGARNUMER HROSS UPPRUNI AE
7 vetra og eldri stóðhestar IS2017182581 Gýmir frá Skúfslæk 8.55
7 vetra og eldri stóðhestar IS2016101056 Þór frá Hekluflötum 8.35
7 vetra og eldri stóðhestar IS2018165791 Sporður frá Ytra-Dalsgerði 8.17
7 vetra og eldri hryssur IS2018288560 Kempa frá Kjarnholtum I 8.64
7 vetra og eldri hryssur IS2018280469 Lára Eystri-Hól 8.49
7 vetra og eldri hryssur IS2015238170 Hrönn frá Stóra-Múla 8.46
6 vetra stóðhestar IS2019181522 Skuggi frá Sumarliðabæ 2 8.56
6 vetra stóðhestar IS2019180326 Fálki frá Traðarlandi 8.53
6 vetra stóðhestar IS2019184171 Spaði frá Fornusöndum 8.50
6 vetra hryssur IS2019284981 Vala frá Vindási 8.76
6 vetra hryssur IS2019286184 Sparta frá Eystra-Fróðholti 8.63
6 vetra hryssur IS2019281512 Líf frá Sumarliðabæ 2 8.54
5 vetra stóðhestar IS2020186644 Dalvar frá Efsta-Seli 8.99
5 vetra stóðhestar IS2020182315 Viktor frá Hamarsey 8.53
5 vetra stóðhestar IS2020156818 Fleygur frá Geitaskarði 8.43
5 vetra hryssur IS2020281513 Alda frá Sumarliðabæ 2 8.71
5 vetra hryssur IS2020281514 Ragna frá Sumarliðabæ 2 8.57
5 vetra hryssur IS2020282594 Stjarna frá Breiðholti í Flóa 8.34
4 vetra stóðhestar IS2021187645 Kopar frá Laugarbökkum 8.23
4 vetra stóðhestar IS2021156813 Auður frá Geitaskarði 8.16
4 vetra stóðhestar IS2021181514 Bassi frá Sumarliðabæ 2 8.13
4 vetra hryssur IS2021282593 Snilld frá Breiðholti í Flóa 8.27
4 vetra hryssur IS2021249201 Blæja frá Bjarnarnesi 8.23
4 vetra hryssur IS2021258720 Ósk frá Hjaltastöðum 8.03

 

Hæst dæmda hross Spretts árið 2025 er Dalvar frá Efsta-Seli undan Lóu frá Efsta-Seli og Adrian frá Syðra Garðshorni á Þelamörk og er hann jafnframt hæst dæmdi 5 vetra stóðhestur frá upphafi. Hann hlaut 8.99 i aðaleinkunn, 9.01 fyrir bygging og 8.98 fyrir hæfileika.

Ræktunarbú Spretts 2025 er Efsta-Sel en frá búinu voru sýnd 5 hross og telja 4 þeirra til stiga með aldursleiðrétta meðaleinkunn uppá 8.54. Hæst ber að nefna Dalvar frá Efsta Seli með aldursleiðrétta meðaleinkunn uppá hvorki meira né minna en 9.14. Hin hrossin eru Eldir, Gustur og Líf frá Efsta-Seli.  Meðalaldur þessara 4 hrossar er 5.25 ár. Ræktendur hrossanna eru Hilmar Sæmundsson og Daníel Jónsson. 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar