Ég ætla aldrei að selja Frama – Viðtal við Elinu Holst

  • 8. mars 2020
  • Fréttir

 

Elin Holst var sigurvegari í keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni á Frama frá Ketilsstöðum, en þau sigruðu einnig í þessari grein á síðasta keppnistímabili.

Hún var í forystu eftir forkeppni með einkunnina 8,0 og bætti um betur í úrslitum og hlaut einkunnina 8,43 og sigraði þar af leiðandi með töluverðum yfirburðum.

Sæti    Knapi   Hestur Lið       Aðaleinkunn

1          Elin Holst         Frami frá Ketilsstöðum           Gangmyllan    8.48

2          Olil Amble       Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum      Gangmyllan    7.98

3          Viðar Ingólfsson          Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II        Hrímnir / Export hestar           7.88

4          Jakob Svavar Sigurðsson      Hálfmáni frá Steinsholti          Hjarðartún       7.87

5          Sylvía Sigurbjörnsdóttir          Héðinn Skúli frá Oddhóli         Auðsholtshjáleiga / Horse export       7.83

6          Teitur Árnason            Arthúr frá Baldurshaga           Top Reiter       7.48

 

Elin Holst var að vonum kát að sigri loknum og má lesa viðtal við hana í spilaranum hér fyrir ofan. Þá var það lið Gangmyllunar sem stóð uppi sem sigurvegari í liðakeppninni!

Lið Gangmyllunar hlaut liðaplattan!

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar