„Ég ætlaði að standa mig“

  • 13. febrúar 2020
  • Fréttir
Vital við Teit Árnason eftir sigur í slaktaumatölti

Teitur Árnason sigraði í keppni í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hann sat hryssuna Brúney frá Grafarkoti en einkunn þeirra í úrslitum var 8,29.

Teitur var ánægður með sigurinn en viðtal við hann má nálgast hér að ofan.

Brúney er undan Gretti frá Grafarkoti og Surtsey frá Gröf á Vatnsnesi. Í Meistaradeild KS í síðustu viku sigraði Fanney Dögg Indriðadóttir í slaktaumatölti á Trygglind frá Grafarkoti og má því segja að þar á bæ séu ræktuð sjálfbær tölthross.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<