„Ég elska að gefa af mér“
Eiðfaxi stóð fyrir kjöri á hestamanni ársins árið 2024 í þriðja sinn. Lesendur okkar gátu tilnefnt þær manneskjur sem þeim þótti skara fram úr á árinu og í kjölfarið kosið um þau sem flestar tilnefningar hlutu. Á áttunda hundrað tóku þátt í kosningum á vef okkar en fimm voru tilnefndir það voru: hin íslenska útreiðarmanneskja, Hjörtur Bergstað, Konráð Valur Sveinsson, Oddný Lára Guðnadóttir og Sigurður Vignir Matthíasson.
Það fór svo að lokum að Sigurður hlaut flest atkvæði. Blaðamenn Eiðfaxa hittu kappann á nýju ári og er hægt að sjá viðtal við hann af þessu tilefni hér að neðan.
Til hamingju Siggi Matt!
„Sigurvegari B-flokks á Landsmóti. Gæðingaknapi ársins hjá LH. Ávallt hvetjandi og bjartsýnn, heiðarlegur og hógvær. Auk þess hefur hann um langt árabil haldið úti Reiðskóla Reykjavíkur ásamt konu sinni Eddu Rún þar sem hundruðir barna taka þátt á hverju ári en hafa þau útskrifað um 20.000 börn.“