„Ég er með hestadellu og pæli ekkert í neinu öðru“

  • 24. mars 2020
  • Sjónvarp Fréttir

Daníel Jónsson rekur tamningastöð ásamt unnustu sinni Lóu Dagmar Smáradóttur á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði.  Eiðfaxi heimsótti Daníel á dögunum og fékk hann til þess að sýna hestafólki hvað hann væri með á járnum á sama tíma og mörg málefni voru rædd.

Margir áhugaverðir punktar komu fram í samtalinu er tengdust breytingum á kynbótakerfi, hvernig á að standa að þjálfun og þá var sigur Daníels í A-flokki á landsmóti á Hellu 1994 ræddur.

Heimsóknina má horfa á í spilaranum hér að ofan.

Það skal tekið fram að bæði blaðamaður og Daníel sprittuðu sig vel áður en viðtalið fór fram.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<